Wednesday, May 19, 2010

Japönsk götutíska !

Eitt það skemmtilegasta sem ég skoða á netinu er japönsk street tíska sem ég tengdi alltaf við dúkkustílinn. EN þegar ég wikipedi-aði japanese street fashion þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég vissi greinilega miklu minna en ég hélt. Street tískan er rosalega fjölbreytt og sköpunargleðin er allsráðandi. Það er ekkert skrítið að í landi þar sem 127 milljónir manns búa, langi sumum að vera ,,unique".

Hérna eru nokkrir helstu stílarnir í japanskri götutísku:

Lolita (dúkkutískan)
Tískan inniheldur marga mismunandi stíla og þemu. Lolítutískan er orðin ein stæsta og best þekkta japanska götutískan, núna hefur hún vakið áhuga á heimsvísu. Lolita er ,,krútttíska" Japans. Til eru margar gerðir af Lolitum eins og t.d. þessar:

Gothic Lolitla er undir áhrifum frá viktoríu tímabilinu. Goth Lolita klæðir sig oftast í dökka liti og hefur alls kyns fylgihluti með sér s.s. leðurblökur og köngulær. Pilsin sem hún klæðist eru oftast hné síð með miklu undirpilsi, blússurnar eru oftast reimdar og lace-trimmed. Hné háir sokkar eru loks hafðir við grófa skó eða stígvél til þess að fullkomna lúkkið.

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Sweet Lolita er barnalegasti stíllinn, þemu eins og ævintýri, dýr og sakleysi eru allsráðandi. Vinsælasti innblásturinn fyrir sweet lolitur eru dúkkur og Hello Kitty. Pastel litir eru notaðir ásamt svörtum, dökkrauðum og bláum. Stórar hárslaufur, sæt veski og tuskudýr eru vinsælustu fylgihlutirnir.

Photobucket

Photobucket

Punk Lolita er tilraunakenndur stíll, mixað er saman punki við dúkkustílinn. Það getur litið út fyrir að vera illa samsett og brjálað.

Photobucket

Ganguro (hin japanska skinka)
Ganguro tískan varð vinsæl meðal japanskra stelpna árið 2000. Týpískt ,,look" fyrir ganguro stelpu er að vera í skærum fötum, míní pilsum, með aflitað hár, mjög dökkan húðlit, gervi augnahár, svartan og hvítan eyeliner, mikið bling og vera í platform skóm.

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Kogal (dirty-skólastelpan)
Kogaltískan er tengd við skólabúninga nema pilsin eiga að vera mjög stutt. Lausir sokkar eru oft hafðir með. Þessi stíll kom í kringum 1990 og síðan þá hafa vinsældir hans minnkað.

Photobucket

Visual Kei
Það sem einkennir þennan stíl er svakaleg andlitsmálning, óvenjuleg hárgreiðsla og furðulegir búningar. Margar frægar japanskar hljómsveitir tileinka sér þennan stíl. Androgyny er vinsælasta tegundin af þessari tísku en það er þegar manneskja sem um er að ræða passar ekki undir ákveðið kynhlutverk s.s. karlmennsku/kvenleika. Hljómsveitin Tokyo Hotel myndi flokkast undir þennan stíl en þar er aðalsöngvarinn alveg eins og kona.

Photobucket

Photobucket

Cosplay
Cosplay er stitting á ,,costume roleplay" sem er búninga- hlutverkaleikur. Sá sem tileinnkar sér þennan stíl hefur ákveðin karakter eða hugmynd í huga sem hann/ hún þarf að vinna með. Oft klæða þau sig sem manga, anime, tokusatsu eða tölvuleikjapersónur. Þau klæða sig líka stundum eins og karakterar úr leiknum sjónvarpsþáttum, fantasíu myndum eða eins og japönsk pop bönd. Það er þó minna algengt.

Photobucket

Photobucket

Persónulega þykir mér Gothic Lolita nettust!

Fann svo æðislega Lolitu síðu ----> Hér

Source: Wikipedia
Myndir: Google

-Alex

7 comments:

  1. Þetta er algjör snilld!! Hahaha hafði ekki hugmynd um hina japönsku skinku. Þetta kallar maður að taka skinkulúkkið alla leið:)
    En mér hefur lengi þótt sweet Lolita stíllinn verið mjög heillandi, og gaman að sjá myndir af stelpum sem klæða sig þannig:)
    Í París er ein high fashion búð sem heitir Colette með sér deild bara fyrir sweet Lolita stílinn. Ofsa gaman að sjá kjólana og fylgihlutina.
    -S

    ReplyDelete
  2. Skemmtilegt blogg!
    Ég á 3 svona streetstyle bækur frá japan. Fæ aldrei leið á því að skoða þær, elska hvað þau eru öll frumleg.. enda mjög erfitt í 127 milljóna samfélagi!

    ReplyDelete
  3. mig langar svoooo mikið til Japan! Ef það er einhverstaðar í heiminum þar sem ALLT er leyfilegt í tískunni er það í Japan ! looove it !

    ReplyDelete
  4. Ég alveg elska hvað japanir taka allt lengra en hinir!!
    Þessar japönsku skinkur eru alveg frábærar haha:)

    ReplyDelete
  5. hehe...Japönsk skinka er snilld.

    xx

    ReplyDelete
  6. vá skemmtilegt að lesa, ég einmitt þekkti þessar útgáfur af Lolitu og skólastelpudótið en that's it..hef einmitt sjálf mjög gaman að japanskri götutísku:) mér finnst líka gothic lolita flottasti stíllinn, þó mér finnist afskaplega skemmtilegur þessi ævintýrastíll, sætur möffin kjóll og svona :P skeeeelfilegt skinkulúkk og pönk lolita hálf vandró..svo finnst mér stelpan sem er eins og manga karekter eiginlega alveg vaaaandræðalega krúttleg haha:) frábær "pistill" :) fróðlegt og skemmtilegt

    ReplyDelete
  7. Flottasta Lolitu merkið er: Baby the stars shine bright!! Bara klikkað!
    En svo vildi ég líka segja þér að Gothic Lolita Bible hefur fengist í Nexus á Hverfisgötunni, en það er yfirlitsblað yfir allt það heitasta hverju sinni fyrir þennan stíl (Lolitu Vouge ;)

    Skemmtilegur pistill :)

    ReplyDelete