Sunday, May 2, 2010

Síðasti skóladagurinn

Ég var að ljúka síðasta skóladegi mínum í menntaskóla á fimmtudaginn og ég verð að segja að ég er svolítið sorgmædd. Það er ljúft líf að vera lítill menntaskólanemi með engar áhyggjur! Hvað tísku varðar þá hefur MH (skólinn minn) mótað mig hvað mest! Það er ekkert eðlilegt hvað hver einasta manneskja í skólanum er með sérstakan og flottan stíl. Þegar nýtt trend kemur í tísku þá eru MH-ingar fljótir að verða sér úti um það.
Þar sem ég er fyrrverandi skinka úr verzló get ég sagt það með vissu að MH er svakalegur tískuskóli, þó að út á við haldi allir að MH-ingar klæðist gardínum og ullarpeysum ;)

Hér er outfittið sem ég klæddist (reyndar næst síðasta skóladeginum mínum)

Photobucket

Gallaskyrta: Rokk og rósir
Bolur: Andersen & Lauth
Klútur: Zara
Leggings: American apparel
Taska: All Saints
Skór: Irreglular choice


Photobucket

Þetta eru laaang uppáhalds skórnir mínir, keyptir í London ( eru með netverzlun)

Photobucket

Helgin var æðisleg, á Laugardaginn kíktum við á sjúklega fatamarkaðinn hjá Aftur-systrum og vinkonum þeirra, náði að kaupa buxur og mamma keypti hermanna úlpu...mjög flott.. hefði viljað kaupa meira en það var of troðið af fólki þarna! hef sjaldan séð jafn marga Trend-settera samansafnaða á einum stað. Allir voða smart og sætir! =)
Eftir fatamarkaðinn var ferðinni heitið beint í bústað, ljúúúft!

-Alex

5 comments:

  1. Sjúúúkir skór! Ég er abbó hehe
    xx

    ReplyDelete
  2. these shoes are seriously incredible!! you look gorgeous! xx

    ReplyDelete
  3. ég veit ekki alveg með þessa skó, bara ekki alveg fyrir mig, en sætt og klassískt lúkk annars:)

    ReplyDelete
  4. ómægad ég elskelskelska þessa skó!!

    ReplyDelete