Sunday, May 23, 2010

oh my

Ég fór á fatamarkaðinn hjá GK liðinu á laugardaginn og gerði mín allra bestu kaup hingað til! Það er hin mesta snilld að halda svona fatamarkaði árlega, þar sem alvöru tískuáhugafólk tæmir fataskápana til þess að eiga efni á nýjum spjörum! Það var svo mikið af fallegum strákafötum að ég hringdi í kærasta minn og neyddi hann til þess að gera góð kaup líka!.. Mér finnst vanta svo flottar, ódýrar strákabúðir hérna á Íslandi..
þannig það er eiginlega bara eintóm góðgerðarstarfsemi þegar smekklegt fólk eins og Stefán Svan tekur á sig að selja fallegu fötin sín fyrir lítinn pening! ;)

Ég hef lengi verið að leita af hinni fullkomnu vintage-legu leðurtösku sem ég get notað sem skólatösku í haust...ooog ég fann hana á markaðinum! Veeeiii

Hérna er sjálf taskan =)

Photobucket

Ekki skemmir að þetta er Vivienne Westwood taska =)

Photobucket

ohh ég er svo ánægð!!

p.s. Það er Fatamarkaður/ flóamarkaður í portinu á morgun þar sem íbúar Ingólfsstrætis 8 og Steinunn hafa tekið til í fataskápunum sínum f. sumarið!

Svo minni ég alla á að Kolaportið er einnig opið! Allir að gera sér glaðan dag og kíkja í bæinn!




-Alex

10 comments:

  1. ómægaaad þessi taska er FULLKOMNUN!

    ReplyDelete
  2. Vávává!! Hvað fékkstu hana á mikið?
    xx

    ReplyDelete
  3. Ég fékk hana á 15 þúsund sem er mjöööööög gott verð! Ég er hæstánægð!

    ReplyDelete
  4. vá geðveik taska! Hvar er þessi markaður á morgun?

    ReplyDelete
  5. Vá hún er æðisleg!! Ég er nú smá abbó, er alveg veik fyrir Vivienne Westwood ;)

    ReplyDelete
  6. Allar upplýsingar um Fatamarkaðinn - http://www.facebook.com/event.php?eid=130168236993685&ref=mf

    ReplyDelete
  7. Þessi taska er óendanlega falleg!

    ReplyDelete
  8. fatamarkaðir hjá Stefáni eru svo mikil sniiiiiiiiilld. Keypti allskonar gullmola hjá honum seinasta sumar

    ReplyDelete