Thursday, October 28, 2010

Einn jakki, nokkrar leiðir

Hver lendir ekki í því að fá leið á sömu flíkinni? Hérna eru nokkrar leiðir, þó ekki drastískar, til þess að breyta smá til =)

Photobucket
Jakkinn venjulegur, hnepptur að...

Photobucket
og svo fráhnepptur...

Photobucket
Belti bætt við til þess að ýkja mittið...

Photobucket

Photobucket
Feldskragi settur á jakkann til þess að gera hann fínni og vetrarlegri..

Photobucket

Jakki: Gamall All Saints
Leðurbuxur: Topshop
Gallaskyrta: Levi's
Belti: Aftur
Loðkragi: Nostalgía
Skór: Acne-Alex

Wednesday, October 27, 2010

Tískufyrirmynd

Uppáhalds tískufyrirmynd mín er Heather Renée Sweet betur þekkt sem Dita Von Teese. Frú Dita fékk snemma áhuga á tísku, hún ólst upp við að horfa á gamaldags Hollywood bíómyndir með mömmu sinni. Það hefur sett mark sitt á stíl hennar en hún sérhæfir sig einkum í '40s stíl. Dita æfði ballet og ætlaði upprunalega að verða ballerína en seinna notaði hún þann hæfileika sinn í burlesque dansatriðin sem hún er þekktust fyrir. Þegar Dita var unglingur fór hún með móður sinni að kaupa sinn fyrsta brjóstahaldara. Hún var eftirvæntingarfull en varð fyrir miklum vonbrigðum því hún fékk bómullar byrjanda haldara. Hugmyndir Ditu um nærföt voru aðeins rómantískari.

Seinna fékk hún vinnu á kaffihúsi sem var staðsett við hliðiná undirfataverslun og hún eyddi svo miklum tíma þar að á endanum bauðst henni þar vinna. Þetta var fetish (blæti) búð og þar fékk hún gríðarlegan áhuga á fetish-heiminum. Seinna byrjaði hún að dansa í klúbbum, þar var hún frumkvöðull af alls kyns búninga-atriðum. Fetish-heimurinn var svo heillaður af henni að hún fékk að prýða alls kyns forsíður á tímaritum þeirra. Upp frá því fékk hún ýmis módel verkefni, sýningar, dansatriði og kvikmyndatilboð. Hún sérhæfir sig meðal annars í pin-up myndum. Dita er einna þekktust fyrir að hafa verið gift tónlistarmanninum Marilyn Manson. Það hjónaband enntist þó ekki en það má segja að það hafi komið henni enn lengra á kortið.


Photobucket

Hvað tísku varðar þá hefur Dita meðal annars birtst á listum yfir best klæddu konur heims. Hún situr iðulega á fremsta bekk á tískusýningum Christian Dior og Marc Jacobs. Þetta eru meðal annars hennar uppáhalds merki og hefur hún veitt þeim innblástur í hönnun. Hún er talsmaður fyrir MAC snyrtivörurnar, hefur birtst í auglýsingaherferðum PETA og prýtt blöð á borð við Vogue, Elle, Vanity Fair svo eitthvað sé nefnt.

Stíll Ditu þykir mér ótrúlega sjarmerandi, hún nær að blanda 40's glamúr við dökka blætis erótík en á mjög fágaðan hátt. Hún heldur fast í sinn stíl, segist meira að segja sofa í vintage náttfötum. Hún fer aldrei út úr húsi án þess að vera klædd frá toppi til táar í 40's stíl. Ímynd hennar er það sem hún er frægust fyrir. Hún sér sjálf um málningu og hár, en hún litar náttúrulega ljóst hárið sitt heima. Hún hefur aldrei farið í ljós og heldur sig almennt frá sólinni, þegar hún fer út notar hún sólhlíf.
Dita hefur aldrei notað stílista, en hún orðaði þetta svo skemmtilega "the one time I hired a stylist, they picked up a pair of my 1940s shoes and said, 'these would look really cute with jeans'. I immediately said, 'You're out of here."


Photobucket

Það er ljóst að Dita hefur haft mikil áhrif, bæði tísku og list víðsvegar enda einstaklega svöl manneskja.

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket
Dita í Playboy, á elegant hátt!

Photobucket
Ótrúlega svalur kjóll, úff..

Photobucket
Mögulega fallegasti giftingarkjóll sem til er, Vivienne Westwood.

Photobucket
Dita að kynna Mac vörurnar

Photobucket
Manson og Teese, óvenjulega skemmtilegt par!

Photobucket

Fallega Dita...
Heimild
: True Hollywood stories, Wikipedia & google


-Alex

Tuesday, October 26, 2010

Blogg um Bloggara...Constance Victoria

Photobucket

Ég var að vafrast um á Lookbook og rakst á þessa stelpu.... Hún heitir
Constance Victoria, 23 ára ljósmyndari sem býr í London, samkvæmt lookbook síðunni hennar. Hún byrjaði að blogga í maí árið 2009 á síðunni Constance-Victoria og hefur aflað sér inn mikilla vinsælda. Ég myndi lýsa stílnum hennar sem svona bohemian krútt með smá rokkarayfirbragði. Ég varð alveg ástfangin af lookinu hennar, sem að mínu mati er blanda af Rumi Neely aka FashionToast, Alexu Chung og Ditu von Teese. Endilega að tékkið á henni !

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

-Ingunn

Monday, October 25, 2010

Áfram stelpur!!

Til hamingju með daginn Konur, vúhúú !! Við mæðgurnar ásamt Snædísi kíktum í bæinn í þessu brjálaða veðri, fórum í skrúðgönguna, á kaffihús og í nokkrar búðir.. Það var ótrúlega gaman að sjá konur á öllum aldri labba saman niður skólavörðustíginn og sýna samstöðu!

Fötin í gær.. Ingunn tók myndirnar:

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Peysa: Weekday
Buxur: Topshop
Skór: Acne-Alex

Sunday, October 24, 2010

Fötin

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Ingunn:
Peysa: All Saints
Kjóll: Weekday
Belti: A&L
Skór: Manas / Bossanova-Alex

Friday, October 22, 2010

Aftur

Sæl aftur, kolaportssalan gekk ótrúlega vel. Það er alltaf jafn gaman að vera í portinu, skoða fólkið og básana.. Ég vil þakka öllum yndislegu stelpunum sem komu og kíktu við, þið eruð æði !

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Sigga:
Hermannajakki/kjóll: Aftur
Bolur: Selected
Buxur: Topshop
Skór: opening ceremony
Taska: Marc by Marc Jacobs
Skott: Hvítlist


Nokkrar kósý myndir sem ég tók um daginn.... Það jafnast ekkert á við kertaljós þegar það er kalt og dimmt úti =)

Photobucket
Silfur kertastjaki: Góði hirðirinn

Photobucket
Sveppalampi: Kisan Laugarvegi

Photobucket
Litlir kertastjakar: Borð fyrir tvo


Mæli með því að kíkja í góða hirðinn, ef þið eruð í leit af fallegum munum, litlum eða stórum...Fengum þennan gullfallega silfur stjaka á 800 kr.


-Alex