Tuesday, May 4, 2010

litað loð

Alveg frá því að ég sá myndir frá Isabel Marant ss10 línunni hef ég verið ástfangin af lituðum feldi. Ég rakst á eitt vestið á ebay fyrir nokkrum vikum, það var einmitt þetta með bleika feldinum sem að mig langaði mest í, í minni stærð, ónotað og keypt í Isabel Marant búðinni í París. Löng saga stutt.. ég hefði þurft að selja sálu mína til að hafa efni á því.


Hér er módelið Rosie Huntigton Whitely í bleika.



aðeins of fallegt.

Og hér er Caroline í sínu.


Þessar eru frá sýningunni sjálfri..




www.style.com - www.thecobrasnake.com - www.caroline.feber.se

Þetta er bara eitthvað svo fullkomið. Ég er virkilega íhuga einhverskonar DIY við fyrsta tækifæri. Stay tuned.

Snædís
xx

7 comments:

  1. Ég verð að segja í hreynskilni að ég var ekki að meika þessa loðfeldi fyrst ennnn núna þá er ég bara in love, sérstaklega þessi bleiki, úff alltof fallegur!!

    ReplyDelete
  2. Ég get ekki gert upp á milli þess græna og þess bleika! ef ég ætti miljón eða tvær myndi ég kaupa bæði <3

    p.s. viðtalið er komið upp ;)
    xx

    ReplyDelete
  3. Þessi bleiki er fallegri finnst mér. (Annað... er ég ein um að finnast Caroline ALLTAF vera eins til fara?! Hún er alltaf í þröngum svörtum buxum, lágum boots, ýmist í leðurjakkanum sínum og einhverju heavy vesti yfir eða stórum fluffy jökkum, með Chanel töskuna eða Balenciaga... úff ég er orðin leið á henni! Til hvers að taka myndir af "my daily outfit" enda er fólk hætt að nenna að kommenta).

    ReplyDelete
  4. Flott bloggið þitt snædís min :)

    vá ég var einmitt að tala um þetta í morgun þ.e. hvað Caroline er alltaf eins! haha

    -alex

    ReplyDelete
  5. Ég er einmitt búin að vera lengi á leiðinni að prófa diy á gömlu fake fur h&m vesti.
    Ég elska þetta bleika - so so pretty.
    -Sigga

    ReplyDelete
  6. Falleg loð :)
    Ég er sammála með Caroline, alltaf eins klædd, alltaf eins með hárið og alltaf sami svipurinn á henni! Svo finnst mér hún nota leggings við of stutta boli, er bara í leggings í staðinn fyrir buxur...

    Annars skemmtileg síða hjá ykkur stelpur, ég er klárlega fastagestur!! :)

    ReplyDelete