Wednesday, June 30, 2010
Fyrirsæta vikunnar: Magdalena Frackowiak
Nafn: Magdalena Frackowiak
Fæðingardagur: 6. október 1984 (26 ára)
Land: Gdansk, Pólland
Hæð: 180 cm
Hárlitur: Ljósbrúnt
Augnlitur: Brúnn
Þekkt fyrir: Augun og varirnar
Umboðsskrifstofa:
París: Elite
New York: DNA
Milan: Elite Milan
Auglýsingaherferðir 2010:
Lanvin F/W 2010
Eudemoiselle de Givenchy S/S 2010
Vuitton Louis Vuitton S/S 2010
Forsíður:
ítalska, þýska, japanska og rússlenska Vogue
Ferill:
Magdalena Frackowiak fædd 6. Október 1984 í Gdansk í Póllandi, er pólsk fyrirsæta.
Magdalena var 16 ára þegar mamma hennar sendi myndir af henni til umboðsskriftofu í Varsjá til að taka þátt í fyrirsætukeppni. Hún vann keppnina og var uppgötvuð af Darek Kumosa frá Model Plus Agency. Fyrsta launaða verkefnið hennar var að sitja fyrir í Machina Magazine. Hún byrjaði að birtast á alþjóðlegu tískupöllum árið 2006.
Fyrsta forsíðan hennar var í apríl 2006 fyrir ítlaska Glamour. Árið 2007 var hún andlit Ralph Lauren og flutti til New York og skráði sig hjá umboðsskrifstofunni DNA Management. Magdalena hefur verið á forsíðunni á ítalska, þýska, japanska og rússlenska Vogue. Í apríl 2008 lýsti franska Vogue henni sem eina af helstu 30 fyrirsætum síðasta áratugs. Frá með 4. desember 2009 er Magdalena í 17.sæti af top 50 fyrirsætulistanum á models.com. Í Janúar 2010 gekk hún vor/sumar hátísku línuna í París fyrir Chanel, Givenchy, Elie Saab, Jean Paul Gaultier og Christian Dior.
Christian Dior F/W 2010
Stella McCartney S/S 2010
Paris Fashion Week october 2009
Vogue Germany October 2008
Numero June 2010
Vogue Germany May 2010
-Ingunn
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Jei loksins blogg! Hún er hrikalega sæt vikufyrirsætan!
ReplyDeleteDyggur aðdáandi
vá hún er svo stunning.
ReplyDelete