Wednesday, June 23, 2010

Fyrirsæta vikunnar: Liu Wen

Photobucket

Nafn:
Liu Wen
Fæðingardagur: 27. Janúar 1988 (22 ára)
Land: Yangzhou, Hunan í Kína
Hæð: 179 cm
Hárlitur: Svartur
Augnlitur: Brúnn
Þekkt fyrir: Brosið og Kinnbeinin
Umboðsskrifstofa:
París & New York: Marilyn Agency
London: Select
Milan: d’management
Auglýsingaherferðir S/S 2010:
Calvin Klein,
GAP Premium Jeans
Vivienne Tam
Tímarit:
Marie Claire,
Harper’s Bazaar,
Allure,
ameríska, kínverska, breska og portúgalska Vogue
Teen Vogue

Ferill:
Liu Wen fæddist 27. Janúar árið 1988 í Yangzhou, Hunan í Kína. Liu Wen hóf fyrirsætustörf árið 2005 þegar hún tók þátt í keppninni New Silk Road World Model Contest en vann ekki keppnina. En þó að hún hafi ekki unnið hóf hún samt feril sinn sem fyrirsæta. Í September 2007 var Liu uppgötvuð af alþjóðlega tísku bransanum þegar hún sat fyrir í tímaritinu Cosmopolitan og fór svo til Parísar árið 2008 og skráði sig hjá umboðsskrifstofunni Marilyn Agency. Árið 2009 var Liu Wen fyrsta asíska fyrirsætan til þess að taka þátt í Victoria’s Secret Fashion Show. Árið 2010 fyrir vor/sumar línuna tók hún þátt í 70 tískusýningum í New York, Paris og Milan sem gerir hana að næst mest bókaða fyrirsætan á eftir frönsku fyrirsætunni Constance Jablonski. Í April 2010 var tilkynnt að Liu Wen og Constance Jablonski verða andlitin fyrir snyrtivöru fyrirtækið Estée Lauder. Hún er fyrsta asíska andlitið fyrir fyrirtækið. Liu Wen er núverandi í 11 sæti af Top 50 fyrirsætu listanum á models.com


Photobucket
Thakoon Fall 2010

Photobucket
Carolina Herrena Fall 2010

Photobucket
Paris Fashion Week october 2009

Photobucket
Fendi Fall 2010 Beauty

Photobucket
Baksviðs Victoria's Secret 2009

Photobucket
Liu Wen var fyrsta asíska fyrirsætan að taka þátt í Victoria's Secret sýningu 2009


-Ingunn

3 comments:

 1. Margrét JóhannaJune 24, 2010 at 8:13 AM

  Það er komin ný sending af skottum hér í Hvítlist.
  Kv
  MJ

  ReplyDelete
 2. Skottin eru á um 1500 til 2000

  ReplyDelete