Tuesday, April 27, 2010

Góss úr Portinu

Ég fór í Kolaportið á sunnudaginn og þar gerði ég ágætiskaup. Missionið var að finna mér frakka, helst camel-litaðann en svo rakst á þennan fallega bláa 80's flugfreyju frakka (eins og móðir mín kallaði hann) og varð bara frekar ástfangin af honum.
Snilldin við portið er að þú getur fundið ýmislegt þar fyrir engan pening. Þessi frakki átti að kosta 3000 kr. en ég fékk hann á 2000 kr. Þegar ég var að prútta hann sagði konan að það væri sjálfsagt að prútta, við værum jú í kolaportinu =)
Ég keypti mér líka tvo hringa, einn hjá konu sem er með fastan bás í portinu og er að hanna alls kyns skartgripi úr steinum. Mig minnir að merkið hennar heiti Andrea design. Hringurinn er rosalega fallegur og er gull og silfur húðaður og með einhverjum náttúrusteinum :) kostaði 7000 kr. mjög fair verð, held samt að hringarnir hjá henni séu aðeins dýrari en þessi var síðasti af svona gerð og því var hann aðeins ódýrari ! Hinn hringurinn sem ég keypti var úr plasti, kostaði 2000 kr. Sem er dýrt á "ports-mælikvarða" en ég varð að eignast hann líka !

Anyways þá fékk ég góssið á 11 þúsund sem er bara nokkuð vel sloppið, ég meina maður fær varla bómullarbol fyrir þann pening í dag !

Photobucket

Hérna er mynd af nýja frakkanum =) nýja hvíta skottið fékk að vera frumsýnt með !

Photobucket

Photobucket
Hérna sést hvað frakkinn er síður, ég er ekki vön svona sídd en mér finnst það samt svoldið töff! fýlaði mig eins og goth-ara í honum !

Photobucket

Hérna eru hringarnir tveir, þessi brúni er úr plastinu, en hinn er frá Andreu.. :)

-Alex

4 comments:

 1. Góð kaup!
  Þessi frakki er geðveikur :)
  xx

  ReplyDelete
 2. love this outfit and your blog!

  followed =D
  come check mine out
  http://fashionisfueledbyobsession.blogspot.com/
  xxx

  ReplyDelete
 3. Kúl stuff...Skórnir eru fab ***

  ReplyDelete