Tuesday, September 7, 2010

Jeffrey Campbell í Einveru

Loksins, Loksins er sú stund runnin upp sem margir hafa beðið eftir, Jeffrey Campbell skórnir eru loksins fáanlegir á Íslandi, í versluninni Einveru, á Laugavegi... Þessir skór eru ekki bara óendanlega smart heldur líka á góðu verði! Flestar tískuskvísur ættu nú að kannast við þessa skó, þar sem annar hver bloggari hefur bloggað um þá undanfarna mánuði. Þeir eru svo sannarlega eitt heitasta skómerki í heiminum í dag (ef við eigum að miða við verð og gæði) =)
Skórnir verða fáanlegir í Einveru á morgun (8.september) ! Mæli með að tískudrósir bæjarins kíki og jafnvel máti eins og eitt, tvö pör ;)

Photobucket

Ofboðslega skemmtilegir þessir rauðu!

Photobucket

Ég er ekki frá því að annar hver tískubloggari eigi þessa =) Gullfallegir!

Photobucket

Þetta par langar mig alveg hriiikalega í!

Photobucket

Væri ekkert á móti svona ,,skólaskóm"...

Hér er síðan, ef þið viljið skoða alla línuna !





-Alex

9 comments:

  1. hlakka svo til, svo leiðinlegt samt ef annar hver maður hér verður í þessum skóm

    ReplyDelete
  2. sammála Fríðu, finnst þetta pínu missa sjarmann ef að maður á eftir að sjá alla í þessu hérna.

    ReplyDelete
  3. Sammála... sér í lagi þar sem ég var að fá LITA skóna!! Ef einhver fer í Einveru fljótlega má hinn sami gjarnan segja okkur hér hvaða týpur eru til...

    ReplyDelete
  4. ég er nýbúin að kaupa mér rauða JC skó með tréhæl
    en viti menn bara eftir að ég var búin að fara í þá einu sinni, bara stutt labb í bænum ekki djammið eða neitt svoleiðis þá losnaði hællinn
    svo ég þarf að fara með þá strax til skósmiðs og láta festa báða hælana sem er mjög fúlt þegar þú ert nýbúin að kaupa þér semidýra skó :(
    Og núna er ég búin að sjá fleiri stelpur vera að skrifa um nákvæmlega sama vandamál...

    ReplyDelete
  5. Er mjög spennt fyrir þessu, en vona samt að þær taki bara fá pör í hverri týpu, það er mun skemmtilegra. Þá er ekki annarhver maður í þessu hérna!

    ReplyDelete
  6. Hlakka svo til að kíkja í búðina, en er samt svo sammála því að það sé nú frekar leiðinlegt ef maður sér allt í einu aðra hverja manneskju í eins.

    Tania Lind

    ReplyDelete
  7. ég held að þið þurfið ekki að hafa áhuggjur, þær tóku ekki mikið af hverjum stíl.
    Svo verðum við í GK Reykjavík líka með þá frá okt.
    Mismunandi týpur og alltaf lítið af hverjum.

    kv GK R.

    ReplyDelete
  8. á hvað eru þeir hér á íslandi...? ca. verð...?

    ReplyDelete
  9. Ah... þarna misstu þeir oggupínu sjarmann. Vona að mín týpa verði ekki fáanleg hér á landi.

    ReplyDelete