Friday, November 5, 2010

Skott, skott, skott...

Jæja við mæðgurnar erum svo sannarlega búnar að ,,skotta" okkur upp fyrir veturinn.. Við fórum í heildsöluna Hvítlist (Krókhálsi, Árbæ) og misstum okkur smá, enda er þetta heildsala sem selur loð og leðurvörur....Við keyptum okkur venjuleg rebbaskott þar í sumar en núna voru þau að fá lituð skott!! Skottin eru á 1.658 kr. sem er bara gjöf!
Kaupa þarf krók (sem er saumaður á skottið) svo það sé hægt að hengja það á töskur, í jakka, í buxnastreng eða hvað það er sem fólki dettur í hug =) vúúú

Hérna eru svo myndir af nýjum og gömlum skottum á nokkra mismunandi vegu:

Photobucket
Litað skott á stórri tösku..

Photobucket
Venjulegt(náttúrulitað) skott á stórri tösku

Photobucket
Stórt skott á stórri tösku...

Photobucket
Litað skott á fínni tösku...

Photobucket
Litað skott á töffaralegri lítilli tösku..

Photobucket
Og svooo minna skott á stórri tösku...


Ég veit, við misstum okkur smá, þau eru bara svo ódýr !! (og úff, hversu oft sagði ég skott??)



-Alex

16 comments:

  1. hahaha skottunar ykkar :) Þetta er mega fínt hjá ykkur!

    ReplyDelete
  2. Ekkert smá flott!
    Langar geðveikt í eitt svona litað ; )

    V

    ReplyDelete
  3. i want one!

    þarf að fara skotta mig upp.. haha :)

    ReplyDelete
  4. Vá hvað þetta er fínt! Langar í svona svart til að henga á töskuna, soldið kúl !! :)

    ReplyDelete
  5. Er þessi heildsala opin bara fyrir öllum?? Þetta er fáránlega ódýrt hjá þeim!

    kv. Maren

    ReplyDelete
  6. Vá gott verð. Var á einhverju konukvöldi um daginn og þar var ein kellan að selja nákvæmlega eins skott á 6þúsund... úbs ein vinkona mín keypti sér, best að segja henni ekki frá þessu:)

    ReplyDelete
  7. svo FÍN! þarf algjörlega að fara í Hvítlist og næla mér í nokkur stykki.

    x

    ReplyDelete
  8. Loðdýrarækt í Noregi:

    http://www.forbypels.no/video-fra-pelsfarmene

    ReplyDelete
  9. Vá mega verð. Rosa fínar gjafir :) xx

    ReplyDelete
  10. hvenær er opið þarna í Hvítlist? eru skottin alltaf á þessu verði eða var þetta e-ð tilboð?
    :)

    ReplyDelete
  11. Já er einmitt að spá, ég hringdi uppí hvítlist og hún sagði að þau kostuðu helmingi meira? .. keyptuð þið hálf skott? .. hún talaði eitthvað um það :)

    ReplyDelete
  12. Það gæti verið munur á kostaði eftir stærðum þá =)en það var ótrúlega mikið úrval af þeim!!

    ReplyDelete
  13. Nei heyrðu ég tek þetta tilbaka! Hún var að misskilja mig í gegnum símann! :) keypti 3 skott í gær og stykkið kostaði einmitt 1658! :D .. LOVE THEM!

    ReplyDelete
  14. Okei flott :D takk fyrir að láta mig vita, ég laga bloggið !

    -alexx

    ReplyDelete
  15. Ég myndi ekki vilja kaupa mér ekta skott... Þetta er sætt samt..en mér finnst bara ekki þess virði að myrða rebba fyrir skraut á töskuna mína..:( er enginn að gera svona gervi bara?

    ég þorði ekki að horfa á vídjóið sem nafnlausi hér að ofan sendi link á. Sá bara hvolpinn á coverinu..ji

    ReplyDelete