Tuesday, October 5, 2010

Blogg um Bloggara...Rumi Neely

Um Rumi....
Photobucket

Rumi Neely er fædd árið 1984 og er þekkt fyrir að vera heimsfrægur tískubloggari fyrir síðuna sína Fashion Toast. Hún er vinsæl fyrir fatastíl sinn og ljósmyndun. Stíl hennar er lýst sem “bohemian mixed with boyish pices.” Hún segir að hún fái innblástur sinn í fatastíl frá "California’s beachy, casual style." Hennar fyrirmyndir í fatastíl eru fyrirsæturnar Erin Wasson og Daria Werbowy. Rumi er hálf japönsk en býr í San Diego í Californíu. Rumi byrjaði með síðuna árið 2007 og sameinaðist með eBay vintage búð, “Treasure Chest Vintage.”Árið 2009 fékk síðan hennar yfir 35.000 heimsóknir á dag. Síðan Rumi byrjaði með bloggið sitt er hún orðin tísku fyrirmynd í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Vegna frægðar hennar sem tískubloggari hefur Rumi fengið tækifæri til að hanna og sitja fyrir hjá nokkrum þekktum merkjum. Árið 2009 hannaði hún tvo kjóla fyrir merkið RVCA sem kallað var RumiNeelyXRVCA og sat fyrir í haustlínunni. En árið 2010 var hún eitt aðal andlitið fyrir Forever 21 og var á risa skilti á Time Square seint í júní. Það má segja að Rumi hafi svo sannarlega “meikað” það með tískubloggi sínu.

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Photobucket
Rumi í kjólnum sem hún hannaði fyrir merkið RVCA

Photobucket
Lítið brot úr fataskáp hennar...

Photobucket
Vivi October 2010 Japan...Allt um Rumi

-Ingunn

2 comments:

  1. Ég elska að fylgjast með blogginu hennar, hún hefur svo flottan stíl .. ég vissi reyndar ekki að hún væri fædd 1984, mér finnst hún virka eitthvað svo mikið yngri!

    ReplyDelete
  2. flottust!

    skemmtilegt blogg :)

    ReplyDelete