Ég keypti þennan kjól á útsölu í
Rokk & Rósum. Hann kostaði ekki nema 2000 kr. hann er svolítið Sailor, 80's
skemmtilega-hallærislegur. Hann minnti mig strax á
Anime-sailor stíl. Ég mæli eindregið með að kíkja á útsöluna þar. Við afsökum bloggleysið, það er bara búið að vera aðeins of gott veður síðustu daga... Helgin var yndisleg, skemmti mér vel í góðra vina hópi. Fór út að borða á nýjan stað sem heitir
Hamborgarasmiðjan (á Smiðjuvegi) og ég er nú engin hamborgaramanneskja en ég hef aldrei smakkað jafn góðan borgara, hann var óvenju léttur í magann sem er bara gott!!






Kjóll: Rokk & Rósir
Sokkabuxur: Cobra / Kringlan
Skór: Chie Mihara / Kron
-
Alex
Sæt.
ReplyDeleteJá þú segir satt, soldið anime-salior stíll í þessu.
Mér finnst þetta ótrúlega fínn kjóll og þú í honum*
ReplyDeleteElska hamborgara og held ég verði jafnvel að prófa þennan stað;)
Bestu hamborgarar sem ég hef smakkað
ReplyDelete