Friday, August 13, 2010

Heima er best

Jæja, þá er maður komin heim. Svíþjóð var yndisleg en það er alltaf best að koma heim til Íslands í hreint og gott loftslag...Já og ég failaði BIG time, það var rosa hitabylgja í Svíþjóð rétt áður en ég fór út en svo var skýjað allan tímann meðan ég var úti, og ég sem var búin að segja öllum að ég yrði svo útitekin þegar ég kæmi heim.. Ég verslaði líka fyrir allann peninginn :/

En eitt sem ég tók virkilega vel eftir, það er hvað svíar eru trendý... Það er náttúrulega stór kostur að hafa allar þessar ódýru búðir eins og H&M, Monki, Weekday o.s.frv. og þess vegna geta allir verið trendý og ,,í tísku" fyrir lítinn pening...Þetta vantar alveg hérna heima! Jú, við erum með Topshop og Zara en þær eru ekkert svo ódýrar lengur.

Svíar eru þó mjög keimlíkir í stíl. Ég fór eiginlega að meta fjölbreytileikann sem við höfum hér á Íslandi. Annað sem vantar í Svíþjóð eru búðir eins og Kron Kron sem selja alls kyns erlend tískuvöru merki. Þeir eru voða mikið fyrir sitt og sína hönnun og það voru fleiri tugir að verslunum sem seldu aðeins sænska tískuvöru eins og Filippa K, Boomerang, Tiger of Sweden, Acne ofl. Ég var alveg heillengi að finna verslun sem seldi vörur með öðrum merkjum. Rakst þó á eina mjög fína, og aaaðeins of mikið dýra, Mrs. H en hún selur Alexander Wang, Soniu Rykiel, Christopher Kane, Isabel Marant og fleiri merki. Verslunin var óeðlilega falleg! Beyond Retro var líka ótrúlega flott vintage búð í Stokkhólm, risa stór og yndisleg..

En nóg um það. Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók af mömmu í morgun =)

Photobucket

Photobucket

Photobucket

Mamma er alltaf svo mikill pönkari, elska það !!

Loðvesti: Zara
Gallajakki: Gamall DKNY
Buxur: Sand / B&S
Taska: Marc Jacobs / London
Skór: Sonia Rykiel / KronKron
Gaddahálsmen: Spútnik



-Alex

3 comments:

  1. Hei Alex ég segi að þú takir myndir af svona topp 5 flíkunum sem þú keyptir í ferðinni, er svo forvitin :)

    Annars velkomin heim!

    Kv. Unnur Helga

    ReplyDelete
  2. sammála seinasta ræðumanni :D vil sjá myndir af gersemunum :)

    ReplyDelete
  3. vávává! flottar buxur!!

    ReplyDelete