Mary Katrantzou er upprunalega frá Athens í Grikklandi en flutti til Bandaríkjanna til að stunda nám í Rhode Island School of Design við fatahönnun. Mary flutti síðan til London þar sem hún sótti Central Saint Martins og útskrifaðist þaðan með Bachelor og Mastersgráðu í fatahönnun. Það sem er sérstakt við hönnunina eru listræn mynstur hennar á flíkunum. Mary gerir líka mikið af hálsmenum og notar gróf og óvænt efni í þau. Skart hennar er síðan frammleitt í heimalandi hennar Grikklandi af móður hennar sem á húsgagnaverksmiðju. Fyrir vor/sumar línu hennar 2011 segir hún að uppáhalds flíkin sé lampalaga pilsið.
Florence Welch fædd 28 ágúst 1986 er bresk söngkona. Hún er þekkt fyrir að vera aðalsöngkonan í hljómsveitinni Florence + the Machine. Tónlist hennar er lýst sem “soul-inspired indie rock” og tvö þekktustu lögin hennar eru Cosmic Love og Dog Days Are Over. Florence er þekkt fyrir flotta sviðsframkomu og fríkaðan fatastil. Hún lýsir sviðsstílnum sem “ Lady of Shalott meets Ophelia..mixed with scary gothic bat lady.” …Ég myndi lýsa fatastíl hennar sem Indie og rómantískur en samt smá gothic. Florence Welch er svo sannarlega með þetta!